Torfi Ólafsson

(1919-2014)

Torfi Ólafsson

Torfi fæddist í Stakkadal á Rauðasandi 26. maí 1919. Hann lést á Fossvogsspítala 21. mars 2014.

Foreldrar hans voru Ólafur Hermann Einarsson búfræðingur, f. 1891, d. 1936, og Anna Guðrún Torfadóttir f. 1884, d. 1965. Systur Torfa: Guðbjörg Ólína f. 1921, d. 1998, Elín Erna, f. 1925, Halldóra Guðrún, f. 1929, d. 1997, María, f. 1931, d. 2006, Kristín, f. 1933, d. 2005 og Valgerður, f. 1935.

Torfi kvæntist 1947 Jóhönnu Gunnarsdóttur, f. 1922. Þau skildu. Foreldrar hennar voru Gunnar Halldórsson verkamaður, f. 1898, d. 1964, og Sigrún Benediktsdóttir húsfreyja, f. 1891, d. 1982. Lífsförunautur Torfa í aldarfjórðung var Ólöf Helga Benónýsdóttir, f. 1928, d. 2013. Börn Torfa og Jóhönnu: 1) Ólafur Hermann, f. 1947, maki Signý Pálsdóttir, f. 1950, þau skildu. Sambýliskona Ólafs var Þorgerður Sigurðardóttir, f. 1945, d. 2003. Sambýliskona Ólafs er Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, f. 1948. Börn Ólafs og Signýjar: Melkorka Tekla, f. 1970, sambýlismaður Kristján Þ. Hrafnsson, f. 1968. Dóttir þeirra: Thea Snæfríður, f. 2005. Torfi Frans, f. 1975, maki Bryndís Í. Hlöðversdóttir, f. 1977. Börn þeirra: Konráð Bjartur, f. 2006, og Árni Ólafur, f. 2010. Guðrún Jóhanna, f. 1977, maki Francisco Javier Jáuregui, f. 1974. Börn þeirra: Eva, f. 2008, og Leó, f. 2012. 2) Helgi, f. 1949, maki Ella B. Bjarnarson, f. 1947. Dóttir þeirra: Sunna Birna, f. 1978, maki Ásmundur E. Daðason, f. 1982. Börn þeirra: Aðalheiður Ella, f. 2006, og Júlía Hlín, f. 2008. 3) Anna Guðrún, f. 1954. Maki Gunnar Straumland, f. 1961. Sambýlismaður Önnu var Kristján Jóhannsson, f. 1949; þau skildu. Börn Önnu og Kristjáns: Jóhanna Sara, f. 1976, maki Jón Gunnar Guðjónsson, f. 1973, þau skildu. Sambýlismaður er Björn R. Guðmundsson, f. 1980. Börn Jóhönnu og Jóns Gunnars: Elísabet Lea, f. 1996, Aron Bjarni, f. 1999. Dóttir Jóhönnu og Björns: Anna Viktoría, f. 2013. Helga Rakel, f. 1977, maki Jóhann Þ. Jóhannsson, f. 1967. Sonur þeirra: Magnús Torfi, f. 2011. Alma Rut, f. 1979, sambýlismaður Arnar Dór Hannesson, f. 1982. Þau skildu. Börn þeirra: Arna Rut, f. 2006, og Helgi Snær, f. 2008. 4) Stjúpsonur Torfa og sonur Jóhönnu er Baldur Hermannsson, f. 1942. Sambýliskona Baldurs var Björg Karlsdóttir, f. 1944. Þau skildu. Sambýliskona Baldurs er Jóna I. Guðmundsdóttir, f. 1948. Sonur Baldurs og Bjargar: Hermann Baldursson, f. 1973, sambýliskona Meralda Jaramillo, f. 1977. Börn þeirra: Gloría Björg, f. 2005, María Ósk, f. 2009, og Baldur Elías, f. 2013.

Torfi útskrifaðist frá Núpi í Dýrafirði 1940, fluttist til Reykjavíkur og útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands 1942. Torfi vann í Landsbanka Íslands 1942-1961 og í Seðlabanka Íslands 1961-1984 sem deildarstjóri. Torfi var formaður Félags kaþólskra leikmanna í um 20 ár, þýddi bækur og greinar um trúmál og stjórnmál. Hann var ritstjóri Merkis krossins og Kaþólska kirkjublaðsins og kom að útgáfu fjölda rita og bóka, bæði trúarlegra og veraldlegra. Hann starfrækti Kirkjubúðina í Landakoti í mörg ár og var formaður Þorlákssjóðs. Hann þýddi og samdi einnig fjölda sálma auk veraldlegra ljóða. Torfi kynntist Móður Teresu og stofnaði félagið Samverkamenn Móður Teresu á Íslandi árið 1978. Jóhannes Páll páfi II sló Torfa til riddara í reglu heilags Silvesters árið 1990 fyrir störf hans í þágu kirkjunnar á Íslandi.

Read more