Þórunn Franz

(1931-2018)

Þórunn Franz (Sigríður Þórunn Franzdóttir) vakti athygli fyrir lagasmíðar á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar, einhverjar þeirra unnu til viðurkenninga í sönglagakeppnum SKT. Ragnar Bjarnason gaf m.a. út fjögurra laga plötu með lögum eftir Þórunni og voru lögin Farmaður hugsar heim og Föðurbæn sjómannsins meðal þeirra.