Þorgrímur Þorsteinsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2012. Hann lauk B.A. prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands vorið 2015. Leiðbeinandi hans var Sigurður Halldórsson en við námið naut hann meðal annarra tilsagnar Tryggva M. Baldvinssonar, Hróðmars I. Sigurbjönssonar og Úlfars Inga Haraldssonar.

Hann hefur einnig lagt stund á nám í rytmískum gítarleik við Tónlistaskóla FÍH undir handleiðslu Sigurðar Flosasonar og Andrésar Þórs Gunnlaugssonar og lauk þaðan framhaldsprófi haustið 2015.

Þorgrímur hefur sungið með fjölda kóra og komið víða fram sem hljóðfæraleikari.

Read more