Þórður Magnússon frá Keflavík

(1896-1965)

Þórður Magnússon fæddist í Keflavík 1896 og lést 1965. Hann lét eftir sig lausblaðamöppu, sem merkt var með "Kóð", og voru þar ljóð hans. Þeim hafði hann haldið fyrir sjálfan sig og sína nánustu og aldrei hvarflaði að honum að birta þau. Árið 1903 fluttist Þórður til Reykjavíkur með móður sinni, sem byggði hús að Bergstaðasræti 7 og þar bjó Þórur alla tíð síðan. Hann stundaði verkamannavinnu framan af en verða skrifstofumaður hjá Reykjavíkurbæ 1920 og þar starfaði hann í full 40 ár. Þrátt fyrir skamma skólagöngu, nam hann mörg tungumál og las heimsbókmenntiir á tungu skáldann og eignaðist gott bókasafn. Síðustu árin átti frönsk tunga og bókmenntir hug hans. Stærðfræði var honum skemmtiefni, drátthagur var hann og vel að sér í náttúrufræðum.

Read more