Tónskáld

Svavar fæddist á Norðfirði þann 20. maí árið 1913. Foreldrar hans voru Sigríður Oddsdóttir frá Norðfirði og Benedikt

Sveinsson ættaður úr Svartárdal í Húnaþingi. Móðir hans lést þegar hann vará fyrsta aldursári og var hann þá tekinn í fóstur af móðurforeldrum sínum, þeim Guðnýju Adamsdóttur frá Norðfirði og Oddi Guðmundssyni ,sem var ættaður frá Reyðarfirði.  Gengu þau honum í foreldrastað. Mjög kært var með Svavari og fósturforeldrum hans og reyndist hann

þeim vel þegar þeim brást þrek og heilsa. Þau hjónin misstu aðra dóttur , Guðrúnu, um sama leyti, en barn hennar Sigríður Sigurðardóttir ólst einnig upp í Oddskoti hjá þeim Guðnýju og Oddi.

Fátt er vitað um æsku og unglingsár Svavars, en hann hefur eflaust lokið almennri skólagöngu og

stundað þá atvinnu sem til féll hverju sinni. Um hljóðfæranám hans hefur mér ekki tekist að finna neinar

upplýsingar, en nýlega var í útvarpi flutt gamalt viðtal við Svavar og segir hann þar að hann hafi mest

fikrað sig áfram sjálfur. „ Upp úr 1930 varð Svavar Benediktsson aðal dansleikjaspilarinn á Norðfirði.

Svavar þótti mjög góður harmonikkuleikari og auk þess var hann ágætt tónskáld og samdi lög sem lifað hafa meðal þjóðarinnar. Svavar var álitinn mjög duglegur spilari og munaði hann ekki um að spila á böllum

sem stóðu frá kvöldi til morguns. Orðstír hans spurðist víða og var hann fenginn til að leika á dansleikjum víða um Austurland. Þegar Svavar var upp á sitt besta á Norðfirði var algengt að efnt væri

með litlum fyrirvara til útidansleikja. Þá var yfirleitt dansað á palli fyrir neðan einhvern sjóskúranna í

fjörunni. Þessi pallaböll gátu verið býsna fjölmenn og oft ríkti á þeim mikið fjör og gleði.“

Read more