Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir nam tónlist við Tónlistarskólana á Akureyri og í Reykjavík og lauk einleikaraprófi á selló vorið 2000. Þá hélt hún til Frakklands, sérhæfði sig í barokktónlist og útskrifaðist frá Parísarkonservatoríinu sem barokksellóleikari vorið 2006. Sellókennarar hennar voru Haukur Hannesson, Gunnar Kvaran, Michel Strauss, Bruno Cocset og Christophe Coin.
Steinunn lék á árunum 2006-2020 með mörgum helstu barokkhópum Frakklands, og leikur með barokk- og nútímahópum Íslands svo sem Nordic Affect, Barokkbandinu Brák, Tindru og Alþjóðlegu Barokksveitinni í Hallgrímskirkju.
Steinunn er stofnandi barokk- og indípopphópsins Corpo di Strumenti/SÜSSER TROST/(N)ICEGIRLS og stofnmeðlimur í þjóðlagauslasveitinni Gadus Morhua Ensemble. Steinunn er skáld, tónskáld og lagasmiður og hefur samið fyrir sjálfa sig, kammerhópa, söngvara jafnt sem einleikara. Einnig gefið út fjórar ljóðabækur, plötuna Ljúfa huggun ásamt SÜSSER TROST með eigin lögum og ljóðum og plötuna Peysur og Parruk ásamt Gadus Morhua Ensemble. Steinunn er forsprakki TÓLF TÓNA KORTÉRSINS, norðlenskri tilraunasenu í tónlist á Listasafninu á Akureyri. Þar hefur aragrúi tónsmíða orðið til, eftir Steinunni og mörg fleiri.
Steinunn er leiðandi sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hún kennir við Tónlistarskólann á Akureyri og er deildarstjóri klassíkrar deildar hans.