Steinn Stefánsson

(1908-1991)

Tónskáld og organisti

Eftir kennarapróf réð Steinn sig til kennslu á Seyðisfirði. Hann varð síðar skólastjóri barnaskólans, unglingaskólans og iðnskólans og vann að uppbyggingu skólanna.

Hann var frumkvöðull í tónlistarmálum, var kirkjuorganisti og stjórnaði kirkjukórnum, barnakór og samkórnum Bjarma. Hann lét félagsmál til sín taka, sat í bæjarstjórn í 16 ár og var varaþingmaður. Um þetta allt saman var Steinn ákaflega áhugasamur, aflaði sér frekari menntunar og skrifaði greinar í blöð og tímarit.

Árið 1975 lét Steinn af störfum og fluttist til Reykjavíkur. Hann ritaði þá Skólasögu Seyðisfjarðar, 1989, og vann að útgáfu eigin sönglaga sinna og ættmenna. Komu þau út í tveimur heftum: „12 sönglög“, 1976, og „Fjölskyldusöngvar“, 1988. Steinn hlaut íslensku fálkaorðuna 1980.

Read more