Steingrímur Arason (fæddur 26. ágúst 1879, dáinn 13. júlí 1951) var íslenskur kennari. Hann stundaði gagnfræðanám við Möðruvallaskóla og síðan kennaranám í Flensborg og lauk kennaraprófi árið 1908. Einnig stundaði hann framhaldsnám við Teachers Collage í Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Hann starfaði við kennslu barna og unglinga í Eyjafirði og Reykjavík en aðalkennslustörf hans voru við Kennaraskólann þar sem hann kenndi í 20 ár. Hann var ritstjóri Unga Íslands og formaður Barnavinafélagsins Sumargjöf fyrstu 15 árin sem það félag starfaði.
Aðalkennslugrein hans við Kennaraskólann var æfingakennsla og var hann fyrsti æfingakennari í smábarnakennslu. Hann þýddi margar barnabækur og tók saman þessar barnabækur fyrir ung börn: