Af vef Ísmús:
Sigurður var fæddur 3. jan. 1898 á Brún í Svartárdal í Húnaþingi.
Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson bóndi og Anna Hannesdóttir. Sigurður var gagnfræðingur frá Akureyri 1915 og tók kennarapróf 1919. Sigurður var bóndi í Fnjóskadal um skeið. Hann var oft fylgdarmaður náttúrufræðinga og leiðsögumaður um landið og var hinn mesti ferðagarpur. Þá starfaði hann lengi við barnakennslu. Sigurður átti heima í Reykjavík frá 1956 til æviloka. Hann ritaði fjölmargar blaðagreinar og eru eftir hann bækurnar Sandfok 1940 og Rætur og mura 1955.
Sigurður Jónsson frá Brún
(1898-1968)