Sigurður er fæddur 10. október 1912 í Skógum í Öxarfirði í NorðurÞingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Gunnar Árnason bóndi þar og kona hans Kristveig Björnsdóttir.
Sigurður ólst upp á miklu menningarheimili við öll algeng sveitastörf. Að loknu skyldunámi lýkur hann gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Þá lá leiðin í Kennaraskóla Íslands og þar lýkur hann kennaraprófi 1936. Síðar dvelur hann við nám í Bretlandi og á Norðurlöndum.
kennsla varð aðalævistarf Sigurðar. Hann kenndi á nokkrum stöðum, en lengst var hann skólastjóri barnaskólans á Húsavík, eða um tuttugu ára skeið. Þá var hann tæpa tvo áratugi æf inga- og kennslufræðikennari við Kennaraskóla Íslands eða Kennaraháskóla Íslands eins og skólinn heitir nú. Sigurður braut upp á ýmsum nýjungum í kennsluháttum og er frumkvöðull starfrænnar kennslu hérá landi.
Drjúgur þáttur í ævistarfi Sigurðar Gunnarssonar eru félagsmálastörf, sem hann hefur mjög látið tilsín taka. Vil ég þar nefna auk æskulýðs- og uppeldismála, bindindismál, kirkjustarf, söngmál, skógrækt og nú á seinni árum málefni aldraðraog Ritstörf.