Prestur. Stúdent í Reykjavík 1894 og lauk prestaskólanum 1897. Sóknarprestur í Svalbarðs- og Presthólaköllum 8. október 1898, fékk Þóroddsstað 11, mars 1899, Dýrafjarðarþing 7. október 1904. Prófastur í Vestur Ísafjarðarprófastsdæmi 1929. Lausn frá embætti 11. apríl 1938 . Stofnaði og stjórnaði lýðháskóla á Ljósavatni 1903-1905 og var stofnandi ungmennaskólans að Núpi og skólastjóri 1906-1929.
Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 349-50