Tónskáld - Ríkarður Örn bjó í Kaupmannahöfn til unglingsaldurs þegar hann flutti ásamt móður sinni til Íslands. Hann lauk stúdentsprófi frá MR og þaðan lá leið hans í Tónlistarskólann þar sem hann lærði á kontrabassa undir leiðsögn Jóns Sigurðssonar og lauk síðar meistaragráðu frá Indiana University. Ríkarður lék á kontrabassa m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þremur á palli jafnframt því að hann sinnti tónsmíðum og útsetningum. Hann varð þjóðþekktur sem einn af íslensku þátttakendunum í Kontrapunkti, geysivinsælum samnorrænum sjónvarpsþætti og var enn fremur tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins til margra ára.