Olufa Finsen

(1835-1908)

Frú Olufa Finsen var danskættuð, fædd Bojesen, en búsett hér frá 1865 til 1883. Hún hafði numið tónlist í æsku í Danmörku, var í talsverðum tengslum við danskt tónlistarfólk og gerðist mikill frömuður í vaknandi tónlistarlífi Reykjavíkur, æfði blandaðan kór á heimili sínu, hinn fyrsta er hér var til, og hvatti unga íslendinga til náms og starfa, þar á meðal Jónas Helgason sem varð einn af merkustu brautryðjendum hinnar „nýju“ tónlistar. Enginn vafi er á að hvatning hennar og fordæmi hafa orkað miklu á þessu skeiði.

Read more