Oliver Guðmundsson

(1908-1982)

OLIVER Guðmundsson prentari í Ísafoldsverksmiðju var eitt afkastamesta og vinsælasta dægurlagatónskáld á fjórða áratug aldarinnar. Hann átti mörg lög í keppninni. Hér birtist mynd af forsíðu lags eftir Oliver. Textinn er eftir starfsbróður hans og góðskáld prentara Þorstein Halldórsson. Carl Billich raddsetti. Hljómsveit Carls Billich skipuðu þeir Carl, sem lék á píanó. Jakob Einarsson lék á fiðlu og saxófón (Jakob var faðir Svanhildar Jakobsdóttur), Adolf Theodórsson saxófón, Rudi Kamphausen, trompet, Skafti Sigþórsson fiðlu. Skafti samdi auk þess fjölda vinsælla dægurlagatexta. Þetta lag Olivers er "Góða nótt".

Read more