Kolbeinn Þorsteinsson

(-)

Kolbeinn var sonur Þorsteins Kolbeinssonar á Tungufelli og konu hans, Guðrúnar Hallvarðsdóttur. Hann útskrifaðist frá Skálholtsskóla 1750. Hann kvæntist Arndísi, dóttur séra Jóns Jónssonar á Gilsbakka, og varð aðstoðarprestur tengdaföður síns á Gilsbakka 1759. Kolbeinn varð svo prestur í Miðdal 1765 og hélt því brauði til æviloka en hann dó úr holdsveiki árið 1783. Kolbeinn var prýðilega skáldmæltur og latínumaður góður. Hann sneri Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á latínu og kom sú þýðing hans út í Kaupmannahöfn 1778. (Sjá PEÓl: Íslenzkar æviskrár III, bls. 367-368).

Read more