Jónas Tómasson (eldri)

(1881-1967)

Að afloknu námi í Reykjavík, m.a. hjá þeim Jóni Þórarinssyni og Þortkatli Sigurbjörnssyni, hélt Jónas Tómasson til framhaldsnáms í Amsterdam 1969-72 hjá þeim Ton de Leeuw, Léon Orthel og Jos Kunst. Nú kennir Jónas við Tónlistarskóla Ísafjarðar, og hefur hann jafnframt stjórnað ýmsum hljóðfærasveitum og kórum bæjarins. Þessar kringumstæður hafa örvað Jónas til að semja fyrir þá tónlistarmenn og hljóðfæraflokka sem hann starfar með. Eftir hann liggur fjöldi verka og þar eru hljómsveitar-, kammer- og kórverk mest áberandi. Oftast er tónlistin hægferðug og innhverf. Hún er mjög frjáls í formi. Jónas hefur samið nokkuð af söngverkum og meðal þeirra eru einsöngslög frá síðustu árum.

Read more