Jónas Þorbergsson

(1885-1968)

Jónas Þorbergsson fæddist á Helgastöðum í Reykjadal 22. janúar 1885, og lést þann 6. júní 1968. Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn árin 1931-1933 og Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins frá stofnun þess árið 1930 til ársins 1953.

Jónas var einnig ritstjóri Dags á Akureyri árin 1920-1927, og ritstjóri Tímans í Reykjavík árin 1927-1929. Hann samdi einnig bækur af ýmsu tagi og skrifaði mikinn fjölda greina í blöð og tímarit.