JÓN THOR HARALDSSON Jón Thor Haraldsson fæddist á Breiðumýri í Reykjadal 13. apríl 1933. F Jón ólst upp í Vík í Mýrdal þar sem faðir hans var héraðslæknir en var að heiman í skóla frá unglingsaldri. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954, hóf síðan nám við Óslóarháskóla og lauk þaðan cand. mag.-prófi í sögu, ensku og mannfræði 1960. Árið 1981 hóf hann að nýju nám við Óslóarháskóla í orlofi sínu frá kennslu og lauk lektorsprófi (cand. philol.) í sagnfræði 1982. Jón var blaðamaður við Þjóðviljann um nokkurra ára skeið. Kennari við Iðnskólann í Reykjavík 19631972 og fékkst við þýðingar fyrir Sjónvarpið 1968 1982. Árið 1972 var hann ráðinn sögukennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og gegndi því starfi til 1992. Helstu ritsmíðar Jóns, auk blaða- og tímaritsgreina, eru: Mannkynssaga 14921648, Mál og menning 1980, Ósigur Oddaverja, Ritsafn Sagnfræðistofnunar 1988, Vík í Mýrdal, myndun þorpsins og þróun, í Dynskógum söguriti Vestur-Skaftfellinga 1982, Lúther í íslenzkri sagnfræði í Sögu 1987, þá urðu margar lausavísur hans fleygar. Jón starfaði talsvert að félagsmálum, meðal annars í Æskulýðsfylkingunni, Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalaginu. Hann gekk í Ásatrúarfélagið skömmu eftir stofnun þess og var Leiðvallargoði.
Jón Thor Haraldsson
(1933-)