Tónskáld

Jón var eitt af merkustu tónskáldum Íslands í kringum aldamótin 1900 og á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann er einkum þekktur fyrir lagið „Sólskríkjan“, en lagið „Sjá roðann á hnjúkunum háu“ er einnig vel þekkt og er leikið 17. júní ár hvert þegar blómsveigur er lagður á leiði Jóns Sigurðssonar. En Jón Laxdal var líka fyrstur íslenskra tónsmiða til þess að semja söngvaflokk, söngvaflokkur hans „Helga hin fagra“ var frumfluttur árið 1914 og ári síðar kom annar söngvaflokkur, „Gunnar á Hlíðarenda“. Í hinum síðarnefnda er lagið „Bergljót“, eitt af vinsælustu lögum Jóns. Í þættinum verða einnig flutt þrjú barnalög sem Jón samdi á árunum 1917-18, en hann var þá, ásamt konu sinni Elínu Laxdal, að vinna að fyrstu íslensku barnasöngvabókinni. Barnalögin voru hljóðrituð hjá Ríkisútvarpinu árið 2013

Read more