Jón Hlöðver Áskelsson stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hélt áfram námi í Salzburg og Tónlistarháskólanum í Hannover. Hann var kennari og síðar skólastjóri við Tónlistarskólann á Akureyri til 1991. Hann hefur snúið sér að tónsmíðum í æ ríkara mæli hin síðustu ár. Meðal verka hans eru kammerverk, sönglög og

tónlist fyrir leikhús.