Jón frá Pálmholti

(1930-2004)

Jón frá Pálmholti (fæddur Kjartansson 25. maí 1930 í Pálmholti, Arnarneshreppi, í Eyjafirði, dáinn á heimili sínu 13. desember 2004) var rithöfundur og þekktur baráttumaður fyrir bættum hag efnalítils fólks. Eftir hann liggja fjölmörg ritverk, ljóðabækur, skáldsögur, ævisögur, þýðingar, auk fjölda blaða- og tímaritagreina.