Jenni Jónsson

(1906-1982)

Jenni Jóns var á sinni tíð þekktur hljóðfæraleikari og vinsæll laga- og textahöfundur. Af lögum Jenna má nefna Brúnaljósin brúnu sem 1954 vann fyrstu verðlaun í danslagakeppni SKT og Viltu koma? sem vann önnur verðlaun í sömu keppni tveimur árum síðar. Lögin Vökudraumur, Ömmubæn, Ólafur sjómaður og Lipurtá eru einnig vel þekkt en síðastnefndu lögin tvö unnu til verðlauna í danslagakeppni Ríkisútvarpsins 1966.