Jan Morávek

(1912-1970)

Jan Morávek (Jóhann Fram Jóhannsson) 02.05.1912-22.05.1970

Foreldrar: Jan Karel Morávek, úrsmiður, blaðamaður, söngstjóri og hljóðfæraleikari í Vín, f. 1. maí 1873 í lvancice í Brünn í Tékkóslóvakiu, d. 19. jan. 1940, og k.h. Anna Michalicka, f. 20. feb. 1880 í Kúnvald í Bæheimi í Tékkóslóvakíu, d. 24. feb. 1927.

Námsferill: Stundaði nám í hljómsveitarstjórn, klarinettleik o.fl. við Tónlistarháskólann í Vínarborg.

Starfsferill: Starfaði m.a. við óperuna í Graz áður en hann kom til Íslands 1948; var hljómsveitarstjóri hjá SKT-Skemmtifélagi templara, Gúttó og lék á klarinett, fiðlu og harmóníku 1949-1952; lék á selló og fagott í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1970; var hljómsveitarstjóri í Þjóðleikhúskjallaranurn 1953-1954; hljómsveitarstjóri ásamt Carli BilIich í Naustinu og lék á fiðlu, harmóníku. klarinett og píanó 1955-1970; tónlistarstjóri og útsetjari á Nemendamóti VÍ 1959-1970; stjórnaði hljómsveit í Vetrargarðinum og lék í Kaffitímanum í RÚV; stofnaði Samkór Kópavogs og stjórnaði honum 1966-1970; úrsetti mikið fyrir kóra og lúðrasveitir, m.a. Karlakór Reykjavíkur, Lúðrasveit Reykjavíkur og útsetti einnig fyrir marga íslenska dægurlagahöfunda og fleiri.

Helstu viðburðir á starfsferli: Þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950 vantaði fagottleikara og að beiðni dr. Urbancic lærði Morávek á fagott á stuttum tíma og lék síðan á fagott með hljómsveitinni fyrstu árin; stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands á tvennum tónleikum í Austurbæjarbíói í feb. 1956, „Þetta vil ég heyra“.

Read more