Hjördís Pétursdóttir

(1919-1971)

Hjördís Pétursdóttir lærði ung að leika á píanó og byrjaði  snemma að semja dægurlög. Hún var um tíma formaður Félags Íslenzkra dægurlagahöfunda og var sem slíkur ötull baráttumaður fyrir réttindum þeirra s.s. fyrir lagasetningu til að tryggja að höfundar dægurlaga og dægurlagatexta fengju greitt fyrir flutning á verkum sínum. Alls samdi Hjördís tuttugu dægurlög eða sönglög. Þar af hafa fimm komið út á plötu; Eldur í öskunni leynist, Í Reykjavík, Jenka, Lífsgleði, og Þórshafnarskottís.

Read more