Helgi Sigurður Helgason (Sigurður Helgason) 12.02.1872-09.11.1958
Helgi Sigurður Helgason er fæddur í Reykjavík á Íslandi 12. febrúar 1872. Foreldrar hans voru Helgi tónskáld, af þingeyskum ættum og kona hans Guðrún Sigurðardóttir, ættuð úr Húnaþingi. — Sigurður ólst upp í Reykjavík í andrúmslofti söngs og tónlista, því faðir hans var tónskáld og mikið viðriðinn músíklíf bæjarins. Svo var föðurbróðir hans, Jónas Helgason, organleikari við dómkirkjuna, kennari og útgefandi söngbóka, og bjó auk þss til smekkleg smálög. Sigurður lærði því ungur söng og hljóðfæraslátt hjá föðurbróður sínum, hjá Steingrími kennara Johnsen og hjá móður Dr. Helga Péturss. — Atján ára unglingurinn fór hann til Vesturheims, árið 1890. Hér vestra stundaði hann nám í raddþjálfun, hljómfræði og tónskáldskap, bæði hjá prívat kennurum og síðar við „Polyteehnie Institute of Los Angeles, Cal.“ Hann tók kennarapróf og heldur kennaraleyfi í Washington ríkinu. Sigurður er tvíkvæntur; fyrri konan var Ingibjörg Johnson, ættuð úr Norður Dakota. Þrír synir eru á lífi. Seinni konan heitir Hildur Levita Lindgren, af sænskum ættum, „hámentuð í tónlist og fyrirtaks kennari“. Sigurður hefir átt heima víðsvegar í þessu landi, um tíma í Winnipeg, en allmörg síðustu árin í Blaine, Washington, þar sem þau nú búa.