Helgi Helgason

(1848-1922)

Í söngsögunni er Helga Helgasonar minnst sem tónskálds og fyrsta brautryðjanda lúðrasveita hér á landi. Séð hefi ég í handritum um 100 sönglög eftir hann hjá Soffíu Jacobsen kaupkonu, dóttur hans. Meiri hlutinn er enn óprentaður, en telja má víst, að Helgi hafi valið beztu lögin í sönglagaútgáfur sínar. Afköstin eru ólíkt meiri í sönglögum hjá Helga en Jónasi bróður hans, enda var það skoðun Helga og sannfæring, að Íslendingar ættu að semja lög við kvæði skáldanna, og því sagði hann eitt sinn við Jónas bróður sinn, er Jónas var að gefa út sönglagahefti sín: „Það á ekki að setja útlend lög við íslenzk kvæði: við eigum að semja lögin sjálfir. Ekki veit ég hverju Jónas hefur svarað, en hann hélt ótrauður áfram að setja útlend lög við íslenzk kvæði, enda ekki um annað að gera, meðan góð íslenzk sönglög voru enn ósamin ...

Tónlistarsaga Reykjavíkur. Baldur Andrésson.

Read more