Helgi G. Ingimundarson

(1929-2010)

Helgi ólst upp í Grindavík til 12 ára aldurs en fjölskyldan fluttist þá til Reykjavíkur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950. Háskólanám stundaði Helgi við Háskóla Íslands, fyrst við verkfræðideild en útskrifaðist síðan sem cand. oecon. frá viðskiptadeild árið 1956. Starfaði á námsárunum sem hljómlistarmaður en hann lék þá á saxófón í lúðrasveit og hljómsveitum. Hóf að loknu háskólanámi störf hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna þar sem hann starfaði allan sinn starfsferil, fyrst sem fulltrúi og síðar skrifstofustjóri, og lét af störfum 1989. Sat fundi Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins og Verðlagsráðs sjávarútvegsins f.h. SH árin 1965-85. Rak eigin útgerð á árunum 1972-73. Félags- og trúnaðarstörf: Í stjórn Taflfélags Reykjavíkur 1958-60. Í kjaranefnd Verslunarmannafélags Reykjavíkur 1970-80. Í kjararannsóknarnefnd Bandalags háskólamenntaðra manna 1970-80. Í stjórn Keilufélags Reykjavíkur 1985-87. Í stjórn Lífeyrissjóðsins Skjaldar frá 1986-90.

Read more