Guðmundur Gíslason Hagalín

(-)

Guðmundur Gíslason Hagalín (10. október 1898 í Lokinhömrum í Arnarfirði – 26. febrúar 1985 á Akranesi) var íslenskur rithöfundur, blaðamaður, ritstjóri, ævisagnahöfundur og bókavörður.

Fjölskylda Guðmundar bjó í fyrstu að Lokinhömrum, þar sem Guðmundur fæddist, en fluttist síðar að Haukadal í Dýrafirði. Guðmundur lauk gagnfræðaprófi og hóf árið 1917 nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Árið 1918 gerðist hann blaðamaður í Reykjavík og síðar á Seyðisfirði en þar var hann ritstjóri blaðanna Austurlands og Austanfara. Hann dvaldi í Noregi árin 1924-27 en flutti árið 1928 til Ísafjarðar og starfaði þar sem bókavörður og kennari. Árið 1965 fluttist hann í Borgarfjörð og bjó á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal.

Hann stofnaði ásamt fleirum Félag íslenskra rithöfunda árið 1945. Árið 1955 var hann skipaður bókafulltrúi ríkisins og gegndi því starfi til 1969.

Read more