Erla Þórdís fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1929. Hún lauk stúdentsprófi 1948.
Erla Þórdís tók kennarapróf 1966 og starfaði við kennslu eftir það í rúman áratug. Hún lést 28. febrúar 1987.
Á yngri árum skrifaði Erla Þórdís Bernska í byrjun aldar, sem er aldarfarslýsing og styðst hún í bókinni við minningar móður sinnar. Síðar átti dóttir Erlu Þórdísar, Þórunn Jarla Valdimarsdóttir, eftir að byggja að hluta til á ævi móður sinnar í skáldættarsögunni Stúlka með maga (2013). Árið 1985 kom út eina ljóðabók Erlu Þórdísar, Maldað í móinn og samin hafa verið lög við ýmis ljóð eftir hana. Smásaga eftir Erlu Þórdísi, „Sendur með svipu“, birtist í Tímariti Máls og menningar 2014.