Elísabet Jónsdóttir

(1869-1945)

María Elísabet Jónsdóttir fæddist 1869. Faðir hennar, sr. Jón Björnsson, varð prestur á Stokkseyri árið 1876 þegar Elísabet var 7 ára. Litla stúlkan hafði tónlistarhæfileika og þetta sama ár gaf faðir hennar henni lítið harmóníum. Bjarni Pálsson á Syðra-Seli sagði henni til í orgelleik, en hann hafði lært af Sylvíu dóttur Thorgrimsen-hjónanna í „Húsinu“ svokallaða á Eyrarbakka. Thorgrimsen var verslunarstjóri og mikið tónlistarlíf á heimili hans og konu hans í „Húsinu“.

Á unglingsárum dvaldist Elísabet nokkrum sinum í Reykjavík og fékk þar einnig tónlistarkennslu. Brátt var hún sjálf farin að kenna ungu fólki á Eyrarbakka að leika á hljóðfæri. Árið 1893, þegar hún var tuttugu og fjögurra ára gömul, giftist hún Pétri Helga Hjálmarssyni prestaskólastúdent.

Read more