Elín Laxdal

(1883-1918)

Elín var fædd 1883. Hún stundaði nám við Konunglega tónlistarskólann í Kaupmannahöfn og naut til þess styrks frá sjálfum kónginum. Hún söng einsöngshlutverk í kantötu Sveinbjörns Sveinbjörnssonar sem samin var fyrir konungskomuna 1907, og á tónleikum með verkum Sveinbjörns sem haldnir voru næsta ár söng hún auk þess tvö viðamikil lög eftir hann: „Árniðinn“ og „Valagilsá“. Undirleikari bæði við konungsmóttökuna og á tónleikunum var Ásta Einarsson. Elín giftist Jóni Laxdal kaupmanni og tónskáldi í Reykjavík og var önnur kona hans. Hún andaðist í spönsku veikinni 1918.

Read more