Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi

(1938-1914)

Brynjúlfur Jónsson (Brynjúlfur frá Minna-Núpi) (26. september 1838 – 16. maí 1914) var sjálfmenntaður íslenskur alþýðumaður sem lagði stund á fornleifafræði, heimspeki, kveðskap, þjóðsagnasöfnun og ritstörf. Hans mestu afrek voru á sviði fornleifafræðinnar en hann ferðaðist um landið, rannsakaði fornminjar og skrifaði skýrslur í Árbók hins íslenska fornleifafélags. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa skrifað söguna af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum sem stundum er talin vera yngsta Íslendingasagan[1] .

Read more