Bjarni Bjarnason

(1897-1982)

Bjarni var mikill ræktunarmaöur. Hann var búhöldur góður. Hann átti mörg áhugamál. Félagsmálamaður var hann mikill. Hann átti stórt og gott bókasafn. Hann grúskaði í ættfræði, stúderaði kenningar dr. Helga Péturss.fékkst við tónsmíðar. Rit- fær var hann svo sem best mátti verða, samdi m.a. sögu Nesja í A-Skaft. Hann var heiðursborgah Nesjahrepps. Þekktastur varð hann fyrir tónlistarstörf sín. Tónlistar- kennarar hans voru fyrst Magnús Einarsson, organisti á Akureyri og síðar um skeið, dr. Páll ísólfsson og Sigurður Birkis.

Vorið 1916 byrjaði Bjarni að spila í Bjarnaneskirkju og var sfðan organisti við þá kirkju í 62 ár. Karlakór Homafjarðar starfaði um áratugaskeið undir stjórn hans og á áttræðisafmæli hans átti kórinn hlut að því að gefin voru út 14 sönglög eftir hann.

Konu sína, Ragnheiði Sigjónsdóttur missti Bjarni 22. des. 1979. — Þeim varð þriggja barna auðið.

Minningar. Organistablaðið. 1. nóvember 1982, bls. 10.

Heimild: https://www.ismus.is/i/person/id-1000082

Read more