Birgir Helgason

(1934-2019)

Birgir H. Helgason, tónlistarkennari á Akureyri, lést 16. ágúst 2019, 85 ára að aldri.

Birgir fæddist 22. júlí 1934, sonur hjónanna Helga Stefánssonar, bónda á Þórustöðum í Öngulsstaðahreppi, og Jóhönnu Jónsdóttur. Hann lauk söngkennaraprófi árið 1959 og starfaði sem tónmenntakennari við Barnaskóla Akureyrar frá 1959 til 1998 og sem kennari við Tónlistarskólann á Akureyri, auk þess að gegna stöðu organista víða, s.s. við Glæsibæjarkirkju, Möðruvallakirkju í Hörgárdal, hjá kaþólska söfnuðinum á Akureyri og við sunnudagaskóla Akureyrarkirkju.

Birgir stjórnaði Kór Barnaskóla Akureyrar, söng við jólaguðsþjónustur í Akureyrarkirkju og söng inn á nokkrar hljómplötur. Birgir samdi einnig mörg laganna sem barnakórinn söng. Birgir samdi einnig lag við skólasöng Barnaskóla Akureyrar, Rís vor skóli hátt við himin. Kórinn sendi jafnframt frá sér nokkrar plötur undir stjórn Birgis og samdi Birgir nokkurn hluta þess efnis sem á plötunum var. Lög eftir hann voru t.a.m. á plötu með kórnum sem innihélt tvo stutta söngleiki. Þá á Birgir lög á nokkrum öðrum plötum og hafa nokkrar nótnabækur komið út með lögum hans.

Birgir fékk heiðursviðurkenningu skólanefndar Akureyrarbæjar árið 2013 fyrir að veita nemendum Barnaskóla Akureyrar ómetanlegt tækifæri til söngs og hljóðfæranáms í áraraðir.

Birgir lætur eftir sig fjögur uppkomin börn.la Ak­ur­eyr­ar ómet­an­legt tæki­færi til söngs og hljóðfæra­náms í ár­araðir.

Birg­ir læt­ur eft­ir sig fjög­ur upp­kom­in börn.

Read more