Áskell Jónsson

(1911-2002)

Áskell Jónsson fæddist þann 5.apríl 1911 á Mýri í Bárðardal.  Árið 1943 var hann ráðinn tónmenntakennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri og söngstjóri Karlakórs Akureyrar.  Hann starfaði við G.A. til ársins 1974 en Karlakór Akureyrar stjórnaði hann til ársins 1966.  Hann stjórnaði ásamt Björgvin Guðmundssyni Kantötukór Akureyrar á samnorrænu söngmóti í Stokkhólmi árið 1951.  Kórinn hlaut þar önnur verðlaun í þjóðlagakeppni undir stjórn Áskels.
Áskell var organisti við Lögmannshlíðarkirkju frá 1945-1987 eða samfleytt í 42 ár.

Read more