Ásdís Óladóttir er fædd 22. apríl árið 1967 í Hafnarfirði. Hún ólst upp í Reykjavík sín fyrstu ár en flutti síðar í Kópavog þar sem hún útskrifaðist sem stúdent árið 1987 frá MK. Árið 1989 liggur leið hennar í Iðnskólann í Hafnarfirði þar sem hún líkur námi í hönnun þremur árum síðar. Í dag stundar Ásdís nám í listfræði við Háskóla Íslands.
Fyrsta ljóðabók Ásdísar, Birta nætur, kom út hjá Andblæ árið 1995. En áður höfðu birtst eftir hana ljóð í Lesbók Morgunblaðsins, tímariti Andblæs og í 60 ára afmælisriti Hressingarskálans, ljóð og laust mál. Í dag eru ljóðabækur Ásdísar sjö talsins auk ljóðasafnsins, Sunnudagsbíltúr, sem bókaútgáfan Veröld gaf út 2015.
Ásamt ritstörfum hefur Ásdís unnið meðal annars við fiskverkun, hönnun, safnvörslu, verslun, ræstingar, sýningarstjórn í Gallerí 78, verið í ritnefnd Andblæs og setið í dómnefnd Ljóðstafs Jóns úr Vör.