Árni Ísleifsson

(1927-2018)

Árni Ísleifsson, hljóðfæraleikari og tónlistarkennari fæddist í Reykjavík 18. september 1927. Foreldrar hans voru Ísleifur Árnason, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, og Soffía Gísladóttir Johnsen húsmóðir.

Árni ólst upp við Túngötu, Bergstaðastræti og í Norðurmýri, og var í sveit í Móbergi í Langadal.

Hann brautskráðist frá Verslunarskólanum 1946 og var í einkatímum í píanóleik hjá Matthildi Matthíasson, stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar Tónskóla þjóðkirkjunnar, og var einnig í einkatímum í píanóleik hjá Gísla Magnússyni og Rögnvaldi Sigurjónssyni. Seinna lauk hann kennaraprófi og tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Árni bjó og starfaði lengi í Reykjavík en hann vann um langt skeið við logsuðu hjá Ofnasmiðjunni í Reykjavík. Um árabil var Árni þekktur hljóðfæraleikari og lék með ýmsum danshljómsveitum Reykjavíkur. Hann byrjaði árið 1945 sem píanisti hjá fyrstu alíslensku djasshljómsveitinni, sem Björn R. Einarsson stjórnaði. Hún lék m.a. í Listamannaskálanum og Breiðfirðingabúð. Eftir að hann hætti í hljómsveitinni lék hann með fjölda hljómsveita, en flestum stjórnaði hann sjálfur, auk þess að semja og útsetja. Mörg laga hans náðu miklum vinsældum og léku fremstu hljóðfæraleikarar landsins með Árna og eru mörg þeirra verka varðveitt á hljómplötum. Árni var í hljómsveit Svavars Gests um skeið, var með hljómsveit á gamla Röðli á sjötta áratugnum, í Þjóðleikhúsinu og víðar. Hann flutti síðar til Egilsstaða og stundað tónlistarkennslu við Tónlistarskólann frá 1977 til 1999, Þá vann hann við kóra og stofnaði til Djasshátíðar Egilsstaða árið 1988 og stjórnaði henni í nær tvo áratugi. 1977 til 1999, Þá vann hann við kóra og stofnaði til Djass­hátíðar Eg­ilsstaða árið 1988 og stjórnaði henni í nær tvo ára­tugi.

Read more