Alexandra Chernyskova er fædd í Kiev, Úkraínu árið 1979. Hún lauk tónlistaskóla, píanónámi, árið 1993. Þaðan fór hún í söngnám í tónlistaháskólanum Glier í Kíev, því námi lauk árið 1998. Frá árinu 1998 til 2000 söng hún sem einsöngvari með Úkraínsku sinfóníuhljómsveitinni í útvarpi í Kiev. Frá árinu 1999 til 2003 stundaði Alexandra söngnám í söng akademíunni Nezdanova, Odessu / Úkraínu, kennari hennar þar og um leið yfirkennari söngdeildar var prófessor Galina Polivanova. Auk þess að ljúka þessu námi þá útskrifaðist hún líka úr háskóla á sama tíma þar sem áherslan var á tungumál, enska og spænska, og heimsbókmenntir. Í apríl, árið 2002, var Alexandra valin besta nýja óperuröddin í keppninni “Nýtt nafn í Úkraínu”. Haustið 2003 söng hún einnig einsöng með þekktum karlakór í Úkraínu, Boyan.

HomePage:

https://www.alexandrachernyshova.com

Youtube:

https://www.youtube.com/alexandrachernyshova

Instagram:

https://www.instagram.com/alexandrachernyshova_soprano

Facebook:

https://facebook.com/alexandrachernyshovasopranoiceland

Read more