Ágúst M. Pétursson

(1921-1986)

Ágúst (Metúsalem) Pétursson var fæddur 29. júní 1921 á Hallgilsstöðum í Norður-Þingeyjarsýslu en ólst upp skammt þar frá, á bænum Höfnum við Finnafjörð, sonur hjónanna Péturs Metúsalemssonar og Sigríðar Friðriksdóttur. Þegar hann var 19 ára (1940) fór hann til Vestmannaeyja og tók sveinspróf í húsgagnasmíði, þeirri iðn sem hann vann við upp frá því, lengst af hjá Gamla Kompaníinu í Reykjavík.