OLIVER Guðmundsson prentari í Ísafoldsverksmiðju var eitt afkastamesta og vinsælasta dægurlagatónskáld á fjórða áratug aldarinnar. Hann átti mörg lög í keppninni. Hér birtist mynd af forsíðu lags eftir Oliver. Textinn er eftir starfsbróður hans og góðskáld prentara Þorstein Halldórsson. Carl Billich raddsetti. Hljómsveit Carls Billich skipuðu þeir Carl, sem lék á píanó. Jakob Einarsson lék á fiðlu og saxófón (Jakob var faðir Svanhildar Jakobsdóttur), Adolf Theodórsson saxófón, Rudi Kamphausen, trompet, Skafti Sigþórsson fiðlu. Skafti samdi auk þess fjölda vinsælla dægurlagatexta. Þetta lag Olivers er "Góða nótt".